Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Bæjarstjórn hvetur samningsaðila í tónlistarskóladeilu
Nokkrir kennarar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mættu á bæjarstjórnarfund og voru með hvatningarspjöld með sér. VF-mynd/pket.
Miðvikudagur 19. nóvember 2014 kl. 09:24

Bæjarstjórn hvetur samningsaðila í tónlistarskóladeilu


Bæjarstjórn Reykjanesbæjar harmar þá stöðu sem upp er komin í viðræðum tónlistarkennara og launanefndar sveitarfélaga um gerð nýs kjarasamnings. Bókun þess efnis var samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi í gær.

„Það er mjög mikilvægt að verkfall dragist ekki úr hófi því slíkt getur haft afdrífaríkar afeiðingar fyrir þá einstaklinga sem stunda nám við tónlistarskólana. Bæjarstjórn skorar á samningsaðila að leita leiða til þess að ná samkomulagi hið fyrsta svo að koma megi skólastarfi í eðllegan farveg,“ segir í bókuninni sem Guðbrandur Einarsson lagði fram en allir bæjarfulltrúar á fundinum skrifuðu undir. Það voru Gunnar Þórarinsson, Friðjón Einarsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Anna Lóa Ólafsdóttir, Kristinn Jakobsson, Böðvar Jónsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Magnea Guðmundsdóttir, Ingigerður Sæmundsdóttir og Eysteinn Eyjólfsson.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024