Bæjarstjórn Grindavíkur gefur frí eftir hádegi 19. júní
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í vikunni að loka öllum starfsstöðvum sínum frá og með kl. 12:00 á kvenfrelsisdaginn 19. júní næstkomandi og veita starfsfólki frí. Með ákvörðuninni sýnir bæjarstjórn 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna virðingu og hvetur starfsmenn til að taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.