Bæjarstjórn Garðs í langt sumarfrí
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs er kominn í leyfi frá reglulegum fundum í sumar og var bæjarráði veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan.
Næsti reglulegur fundur bæjarstjórnar Garðs verður í byrjun september, en líklega þarf bæjarstjórn að koma saman áður til að fjalla um tillögur frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar. Þetta kemur fram á vef Sveitarfélagsins Garðs.