Bæjarstjórn fagnar stofnun Atvinnuþróunarfélags
Bindur vonir við að það flýti fyrir atvinnuuppbyggingu
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar stofnun Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja þann 27. apríl og bindur vonir við að starfsemi þess muni styðja við og flýta fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum enda bíða félagsins fjölbreytt verkefni á sviði atvinnu og byggðaþróunar auk verkefna á sviði nýsköpunar.