Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bæjarstjórinn upplifir jólastemmningu í Reykjanesbæ!
Þriðjudagur 14. janúar 2003 kl. 16:11

Bæjarstjórinn upplifir jólastemmningu í Reykjanesbæ!

Ennþá loga jólaljós á jólatré í hjarta Reykjanesbæjar þegar vika er liðin frá þrettándagleði þar sem jólunum var formlega pakkað ofan í kassa. Gárungarnir í bænum segja að ljósin logi á trénu fyrir Árna Sigfússon bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem eyddi jólunum í faðmi fjölskyldunnar í Flórída í Bandaríkjunum. "Hann verður að fá að upplifa keflvíska jólastemmningu", sagði bæjarbúi í samtali við Víkurfréttir.Heimildir Víkurfrétta innan stjórnkerfisins herma að bæjaryfirvöld séu hins vegar að bíða eftir því að það snjói duglega, svo hægt sé að taka fallega ljósmynd á næsta jólakort bæjarins.
Jólatréð sem um ræðir stendur hins vegar á hringtorgi sem hlaðið hefur verið stórgrýti og segir sagan að menn séu hreinlega búnir að týna innstungunni! Ekkert af þessu hefur fengist staðfest - enda engin ástæða til...

Gleðileg jól frá Reykjanesbæ! :)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024