Bæjarstjórinn mundar byssuna
-Opið hús hjá Skotdeild Keflavíkur þar sem unglingar æfa frítt
	Skotdeild Keflavíkur bauð gestum og gangandi í loftaðstöðu þeirra að Sunnubraut 31 í gær þar sem hægt var að prófa byssur og skrá sig á æfingar hjá deildinni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tók fyrsta skotið á opnuninni og stóð sig með prýði.
Hjá Skotdeild Keflavíkur geta unglingar æft þeim að kostnaðarlausu. Þá býður deildin einnig upp á að unglingar í grunnskólum geti æft skotfimina sem valfag í skólanum og eru um 40 unglingar skráðir.
Bjarni Sigurðsson, formaður Skotdeildar Keflavíkur, bauð gesti velkomna í aðstöðuna og kynnti starfsemina. Halldór Axelsson, formaður Skotíþróttasambands Íslands, færði svo Skotdeild Keflavíkur gjöf í tilefni dagsins.
	
	Bjarni Sigurðsson, formaður deildarinnar, tekur við gjöfinni frá Skotíþróttasambandinu.
	
	
	

 
	
						

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				