BÆJARSTJÓRINN Í STJÓRN NÁTTÚRUSTOFU SUÐURNESJA
Sandgerðisbær tilnefndi Sigurð Val Ásbjarnarson, bæjarstjóra, sem fulltrúa bæjarfélagsins í stjórn Náttúrustofu Reykjaneskjördæmis. Var þetta gert á fundi bæjarstjórnar 28. apríl sl. en eins og annars staðar kemur fram í blaðinu var Sandgerði valinn hentugasti staðurinn fyrir Náttúrustofu á Reykjanesi af Umhverfisráðuneytinu. Bæjarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps tilnefndi Finnboga Kristinsson til starfans.