Bæjarstjóri „grefur“ fyrir nýrri kaffibrennslu
Kaffitár tekur skóflustungu að nýrri verksmiðju og höfuðstöðvum í dag, föstudag. Með nýjum höfðustöðvum við Stapabraut 7 í Njarðvík hyggst Kaffitár auka enn á sérstöðu sína á íslenskum kaffimarkaði með því að setja upp sérhæfða kaffimiðstöð. Í þessari miðstöð kaffiframleiðslu á Íslandi verður tekið á móti gestum, jafnt veitingamönnum, verðandi framreiðslumönnum sem og almenningi sem vill fræðast um gott kaffi. Í tengslum við ferðaþjónustu á Suðurnesjum er ætlunin að bjóða ferðamönnum að kynnast starfseminni og tengja heimsóknir í Kaffitár við aðra þjónust við ferðamenn á svæðinu. Hönnun hússins var í höndum ASK arkitekta. Verkfræðiþjónustan Strendingur sá um hönnun burðarþols, Raftákn um hönnun raflagna, Fjarhitun um hönnun loftræsingar og lagna og Verkfræðistofa Snorra Ingimarssonar um brunahönnun. Aðalverktakar byggingarinnar eru Keflavíkurverktakar hf.
Húsið verður 1255 m2 að flatarmáli, að mestu á einni hæð. Í nýju húsnæði verður skrifstofurými, verslunarrýni og móttökusalur ásamt sérútbúnu rými fyrir kaffismökkun og tilraunir. Í húsinu verður auk þess iðnaðareldhús, tilheyrandi aðstaða fyrir starfsfólk og verksmiðjurými.
Árni Sigfusson bæjarstjóri Reykjanesbæjar mun taka skóflustunguna.
Kaffitár ehf var stofnað 1989 og hóf rekstur í september 1990.
Kaffitár ehf rekur kaffibrennslu í Narðvík og tvö kaffihús í Reykjavík. Í brennslunni starfa alls 14 manns en 30 manns starfa í kaffihúsunum í Reykjavík.
Húsið verður 1255 m2 að flatarmáli, að mestu á einni hæð. Í nýju húsnæði verður skrifstofurými, verslunarrýni og móttökusalur ásamt sérútbúnu rými fyrir kaffismökkun og tilraunir. Í húsinu verður auk þess iðnaðareldhús, tilheyrandi aðstaða fyrir starfsfólk og verksmiðjurými.
Árni Sigfusson bæjarstjóri Reykjanesbæjar mun taka skóflustunguna.
Kaffitár ehf var stofnað 1989 og hóf rekstur í september 1990.
Kaffitár ehf rekur kaffibrennslu í Narðvík og tvö kaffihús í Reykjavík. Í brennslunni starfa alls 14 manns en 30 manns starfa í kaffihúsunum í Reykjavík.