Bæjarstjóri gerir athugasemdir við svör HS Orku
Grindavíkurbæ hefur borist svarbréf frá HS Orku, undirritað af Júlíusi J. Jónssyni forstjóra félagsins við athugasemdum og spurningum sem bárust honum skriflega um helgina vegna kaupsamnings um lönd í Svartsengi og varða viðskipti GGE og Reykjanesbæjar.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri Grindavíkur, gerir ýmsar athugasemdir við svörin á heimasíðu bæjarins. Þar segir hún m.a.að Grindavíkurbær hljóti að hafna einhliða skilgreiningu á útreikningi og forsendum á virði og auðlindagjaldi. Þá segir hún svarbréfið sýna að um nýjan samning sé að ræða, gagnstætt því sem forsvarsmenn HS Orku hafi haldið fram í fjölmiðlum nýverið.
Spurningar Grindavíkurbæjar til HS Orku og svör fyrirtækisins má sjá nánar hér
----
Aðrar tengdar fréttir og greinar sem birst hafa á vf.is:
Íbúar eiga annað skilið en „2007“
Svartsengi: Grindvíkingar óska eftir frekari upplýsingum
Leggjast gegn viðskiptum Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy
Sérfræðiálit verður lagt fram
Efast um lögmæti samningsins
Birtið skýrslu endurskoðendanna
Segja réttast að ríkið leysi til sín GGE
Einstaklega góðir samningar fyrir Reykjanesbæ, segir Deloitte
Forkaupsréttur felldur brott samþykki hluthafar ekki samninginn
Sjálfstæðismenn samþykktu kaupsamninginn
Ugla mótmælir sölu Reykjanesbæjar á HS Orku til Geysis Green Energy
Kanadískt jarðvarmafyrirtæki og GGE gætu eignast allt hlutafé HS Orku
Grindvíkingar geta keypt Svartsengi af Reykjanesbæ
Lögfræðingur Grindavíkurbæjar og ráðgjafar fari yfir kaupsamning
Undrast samingsdrög um landakaup Reykjanesbæjar í lögsögu Grindavíkur
Reykjanesbær eignast jarðhitaréttindi
Reykjanesbær selur HS Orku til Geysis Green Energy