Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bæjarstjóri fundar með íbúum Innri Njarðvíkur
Þriðjudagur 11. maí 2004 kl. 10:40

Bæjarstjóri fundar með íbúum Innri Njarðvíkur

Fyrsti íbúafundur Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, verður í Innri Njarðvík í kvöld kl. 20. Fundurinn er í Safnaðarheimili Innri Njarðvíkurkirkju.
Fjallað verður um helstu verkefnin í bæjarfélaginu á sviði umhverfismála, gatnaframkvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda. Farið verður yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara.
Framkvæmdir við Akurskóla verða án efa ofarlega í umræðunni sem og stækkun byggðarkjarnans í Innri Njarðvík en nú í sumar verður hafist handa við uppbyggingu Tjarnarhverfis, en þegar hefur verið úthlutað um 200 lóðum. Þannig er sýnin fyrir sumarið að í Tjarnarhverfi muni tíu bygginakranar rísa til himins í sumar. Íbúar Innri Njarðvíkur eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024