Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjóri fundar með íbúum í kvöld
Mánudagur 19. maí 2008 kl. 09:25

Bæjarstjóri fundar með íbúum í kvöld

Árlegir íbúafundir með bæjarstjóra Reykjanebæjar standa nú yfir en fyrstu fundirnir voru í síðustu viku.

Á fundunum er m.a. fjallað um helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatnaframkvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá er farið yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara.

Næsti fundur er í kvöld í Holtaskóla fyrir íbúa Keflavíkur sunnan Aðalgötu.

19. maí Íbúafundur í Holtaskóla (Keflavík sunnan Aðalgötu)
20. maí Íbúafundur í Heiðarskóla (Keflavík norðan Aðalgötu)
21. maí Íbúafundur í hátíðarsal Keilis (Íbúar á Vallarheiði)



Fundirnir hefjast allir kl. 20:00.

Fundirnir verða sendir út í beinni á reykjanesbaer.is.