Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjóri boðar starfsmenn Varnarliðsins til fundar í dag
Mánudagur 20. mars 2006 kl. 11:06

Bæjarstjóri boðar starfsmenn Varnarliðsins til fundar í dag

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur boðað starfsmenn Keflavíkurflugvallar til samráðs- og upplýsingafundar í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í dag kl. 17:15.

Á fundinum mun Árni ræða tillögur um aðgerðir vegna breytinga á varnarsamningi Bandaríkjamanna og Íslendinga í kjölfar flutnings herþota og björgunarþyrla Bandaríkjahers frá Miðnesheiði.

Tillögur að aðgerðum eru þríþættar og fela m.a. í sér aðstoð við núverandi starfsmenn, framkvæmdaáætlun um nútímavæðingu varna á Keflavíkurflugvelli og tíma nýrra tækifæra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024