Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjórar norrænna vinabæja í heimsókn
Föstudagur 5. nóvember 2004 kl. 13:44

Bæjarstjórar norrænna vinabæja í heimsókn

Bæjarstjórar frá norrænum vinabæjum Reykjanesbæjar eru um þessar mundir gestir bæjarins en sveitarfélögin hafa átt með sér samstarf um aukna gæði stjórnsýslu.

Bæjarstjórarnir eru Poul Erik Graversen frá Hjörring í Danmörku, Sig Frederikson frá Trollhattan í Svíþjóð, Solveig Löhaugen frá Kristiansand í Noregi og Rolf Pagvalín frá Kerava í Finnlandi. Þeir eru ekki pólitískt kjörnir heldur eru þeir ráðnir framkvæmdastjórar (Municipal Chief Executive) sem starfa með kjörnum bæjarstjóra.

Hópurinn hefur fundað með bæjaryfirvöldum og  farið yfir  ýmis samstarfsverkefni auk þess sem þeir fóru í gær  í skoðunarferð um Reykjanesið með viðkomu í Svartengi þar sem Albert Albertsson fræddi gestina um orkumál og nýjustu framkvæmdir á Reykjanesinu. Að lokum var svo slakað á í Bláa lóninu.

Bæjarfélögin fimm starfa á sameiginlegum vettvangi en markmið samstarfsins er að bæta stjórnsýsluna og auka gæði þjónustu við íbúa með því að deila reynslu og læra þannig af hver öðrum. Meðal annars hafa þau tekið þátt í samanburði á gæðum stjórnsýslu í gegnum Bertelsmannsprófið sem fyrst var lagt fyrir sveitarfélögin árið 2000.

Í dag verður fundum haldið áfram auk þess sem farið verður í skoðunarferð til Þingvalla o.fl. Samráðsfundinum lýkur svo um helgina.

Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024