Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstarfsmenn þrífa eftir umhverfissóða
Föstudagur 4. apríl 2008 kl. 16:35

Bæjarstarfsmenn þrífa eftir umhverfissóða

Bæjarstarfsmenn Sandgerðisbæjar unnu í gær við að týna og þrífa upp allskyns rusl sem hent hefur verið á Rockville svæðinu.

Það er aðeins nokkurra mínútna keyrsla frá Rockville í Kölku, Sorpeyðingastöð Suðurnesja og enn styttra frá Reykjanesbæ. Opnunartími gámasvæða fyrir almenning er alla daga frá kl. 13.00 - 19.00 og almenningur getur komið með úrgang sem til fellur frá heimilum endurgjaldslaust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það ætti því enginn að þurfa að henda frá sér rusli á víðavangi.

Við eigum fallega og einstaka náttúru og henni ber að skila jafn fjölbreyttri og góðri og hún er nú til næstu kynslóða, segir á vefnum www.245.is sem birti einnig meðfylgjandi myndir.

Sjá nánar frétt Víkurfrétta hér!