Bæjarstarfsmenn á Suðurnesjum eignast raðhús á Spáni
Starfsmannafélag Suðurnesja hefur fest kaup á raðhúsi í La Marina á Spáni. Húsið stendur félagsmönnum til boða allt árið í kring. Orlofsnefnd félagsins mun sjá um úthlutun um páska og frá miðjum maí fram í september samkvæmt úthlutunarreglum nefndarinnar. Leiga á öðrum tíma fer fram í gegn um skrifstofu félagsins. Sætaframboð til Alicante hefur fjölgað mikið á næsta ári, sérstaklega með tilkomu Iceland Express sem ætlar að byrja með beint flug í maí 2006. Þá hefur verð á flugsætum aldrei verið lægra.
Í sumar var félagið með tvö hús á leigu í La Marina og um 100 manns nýttu sér þennan nýja möguleika í orlofsmálum félagsins.
Ákveðið hefur verið að halda öðru húsinu áfram í leigu næsta sumar og verður félagið því áfram með tvö hús.
La Marina er bær um 20 km fyrir sunnan Alicante flugvöllinn. La Marina er skemmtilegur bær þar sem íbúar eru um fjögur þúsund. Í bænum eru þrjár almenningssundlaugar, tveir verslunarkjarnar með litlum veitingastöðum og börum. Í La Marina eiga um 80 Íslendingar húsnæði og þar býr Högni Kristinsson úr Keflavík, fyrrum leigubílstjóri
sem verður félaginu innan handar í sumar.
Raðhúsið sem félagið hefur keypt er mjög vel staðsett. Í aðeins fimm mínútna göngufæri er verslunarkjarni. Tvær raðhúsalengjur með alls 16 íbúðum eru með sameiginlega 12 metra sundlaug, afgirta með læstu hliði. Verktaki sér um hreinsun á lauginni.
Á neðri hæð er stofa, eldhús, tvö svefnherbergi annað með hjónarúmi og hitt með tveimur rúmum, salerni með sturtuaðstöðu, sjónvarp með 50 rása kapalkerfi og loftkæling í stofu og öllum herbergjum.
Bakgarðurinn er hellulagður og þar er borð, stólar og sólbekkir. Í bakgarðinum kemur sólin upp kl. 09.30 og er til kl. 17.00.
Frá bakgarðinum er gengið upp tröppur upp á svalir og inn af þeim er eitt herbergi með tveimur rúmum, salerni og sturtuklefa. Úr bakgarðinum er gengið út að sundlaug. Við innganginn í húsið er verönd þar sem þægilegt er að sitja í kvöldsólinni.
La Marina er mjög miðsvæðis, aðeins 20 mínútna akstur til borgarinnar Alicante og áfram norður er um 30 mínútna akstur frá Alicante til Benidorm. Frá La Marina í suðurátt er um 15 mínútna akstur til Torreveja. Í La Marina er stór og skemmtilegur útimarkaður alla fimmtudaga og á sunnudögum líka. Um fimm mínútna akstur er niður á ströndina í La Marina.
Hvert tímabil er 2 vikur. Leigugjald til félagsmanna fyrir hvert tímabil er kr. 30.000 (15.000 vikan) Umsóknarfrestur er til 29. nóvember 2005. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins sem er opin þriðjudaga og fimmtudagafrá13.00–17.00 S-421-2390.
Frá þessu er greint á vef STFS.
Í sumar var félagið með tvö hús á leigu í La Marina og um 100 manns nýttu sér þennan nýja möguleika í orlofsmálum félagsins.
Ákveðið hefur verið að halda öðru húsinu áfram í leigu næsta sumar og verður félagið því áfram með tvö hús.
La Marina er bær um 20 km fyrir sunnan Alicante flugvöllinn. La Marina er skemmtilegur bær þar sem íbúar eru um fjögur þúsund. Í bænum eru þrjár almenningssundlaugar, tveir verslunarkjarnar með litlum veitingastöðum og börum. Í La Marina eiga um 80 Íslendingar húsnæði og þar býr Högni Kristinsson úr Keflavík, fyrrum leigubílstjóri
sem verður félaginu innan handar í sumar.
Raðhúsið sem félagið hefur keypt er mjög vel staðsett. Í aðeins fimm mínútna göngufæri er verslunarkjarni. Tvær raðhúsalengjur með alls 16 íbúðum eru með sameiginlega 12 metra sundlaug, afgirta með læstu hliði. Verktaki sér um hreinsun á lauginni.
Á neðri hæð er stofa, eldhús, tvö svefnherbergi annað með hjónarúmi og hitt með tveimur rúmum, salerni með sturtuaðstöðu, sjónvarp með 50 rása kapalkerfi og loftkæling í stofu og öllum herbergjum.
Bakgarðurinn er hellulagður og þar er borð, stólar og sólbekkir. Í bakgarðinum kemur sólin upp kl. 09.30 og er til kl. 17.00.
Frá bakgarðinum er gengið upp tröppur upp á svalir og inn af þeim er eitt herbergi með tveimur rúmum, salerni og sturtuklefa. Úr bakgarðinum er gengið út að sundlaug. Við innganginn í húsið er verönd þar sem þægilegt er að sitja í kvöldsólinni.
La Marina er mjög miðsvæðis, aðeins 20 mínútna akstur til borgarinnar Alicante og áfram norður er um 30 mínútna akstur frá Alicante til Benidorm. Frá La Marina í suðurátt er um 15 mínútna akstur til Torreveja. Í La Marina er stór og skemmtilegur útimarkaður alla fimmtudaga og á sunnudögum líka. Um fimm mínútna akstur er niður á ströndina í La Marina.
Hvert tímabil er 2 vikur. Leigugjald til félagsmanna fyrir hvert tímabil er kr. 30.000 (15.000 vikan) Umsóknarfrestur er til 29. nóvember 2005. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins sem er opin þriðjudaga og fimmtudagafrá13.00–17.00 S-421-2390.
Frá þessu er greint á vef STFS.