Fréttir

  • Bæjarsjóður Sveitarfélagsins Garðs er skuldlaus
    Frá sólseturshátíð á Garðskaga fyrir nokkrum árum þegar gamli vitinn var án ljóshúss.
  • Bæjarsjóður Sveitarfélagsins Garðs er skuldlaus
    Frá Garðskagavita.
Föstudagur 6. maí 2016 kl. 12:25

Bæjarsjóður Sveitarfélagsins Garðs er skuldlaus

– Bæjarsjóður í A- hluta ber engar vaxtaberandi skuldir við lánastofnanir

Bæjarstjórn samþykkti ársreikning Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2015 á bæjarstjórnarfundi miðvikudaginn 4. maí sl. Rekstrarniðurstaða A-og B hluta skilaði 36,5 milljóna afgangi, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 18,5 milljónum í afgang.  Rekstrartekjur A-og B hluta voru alls 1.158 milljónir, en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að tekjur yrðu 1.085 milljónir.

Veltufé frá rekstri A- og B hluta var 154 milljónir, sem er 13,3% af heildartekjum og handbært fé frá rekstri nam 114 milljónum.  Handbært fé jókst um 46 milljónir og var alls 336 milljónir í árslok 2015.  Veltufjárhlutfall var 2,68.

Heildareignir voru 2.666 milljónir og eiginfjárhlutfall 83,15%. Heildar skuldir og skuldbindingar A-og B hluta voru 519 milljónir. Bæjarsjóður í A- hluta ber engar vaxtaberandi skuldir við lánastofnanir, en í B- hluta eru vaxtaberandi skuldir við lánastofnanir alls 61 milljón. Skuldahlutfall samkvæmt ákvæðum Sveitarstjórnarlaga var 14,52% í árslok 2015.

Í tilkynningu frá Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Garði segir: „Bæjarstjórn lýsir ánægju með góða niðurstöðu ársreiknings, sem er jákvæðari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og felur í sér að efnahagslegur styrkur sveitarfélagsins er mikill. Bæjarstjórn vekur athygli á þeirri jákvæðu staðreynd að bæjarsjóður í A-hluta efnahagsreiknings ber engar vaxtaberandi skuldir við lánastofnanir og að skuldahlutfall A-og B hluta er aðeins 14,52%  Bæjarstjórn vekur sérstaka athygli á því að samkvæmt ársreikningi hefur náðst sá mikilvægi áfangi að sveitarfélagið stenst jafnvægisreglu Sveitarstjórnarlaga um rekstrarniðurstöðu.  Þar með stenst Sveitarfélagið Garður að fullu fjármálareglur Sveitarstjórnarlaga, bæði hvað varðar rekstrarniðurstöðu og skuldahlutfall“.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024