Bæjarráð vísar háhýsamálinu til USK
Bæjarráð Reykjanesbæjar tók fyrir á fundi sínum gær athugasemdir þær sem íbúar í Innri – Njarðvík hafa lagt fram vegna áforma um byggingu fjögurra háhýsa við Hákotstanga.
Verulegar athugasemndir eru gerðar af hálfu íbúa við framlagðar tillögur byggingaraðila og telur bæjarráð mikilvægt að tekið verði tillit til þeirra sjónarmiða. Var málinu vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs til frekari skoðunar.
Tveir undirskriftalistar voru lagðir fram á dögunum vegna málsins. Á öðrum þeirra er hugmyndinni alfarið hafnað og höfðu 357 íbúar sett nöfn sín þar undir. Hinn listann höfðu 367 íbúar undirritað en þar eru sett fram ýmis skilyrði vegna bygginganna, m.a. að tekið sé tillit til núverandi byggðar og athugað verði hvort gera þurfi umhverfismat vegna nálægðar við náttúru- og menningarminjar.
VF-mynd/elg: Frá afhendingu undirskristalistanna í síðustu viku.
Verulegar athugasemndir eru gerðar af hálfu íbúa við framlagðar tillögur byggingaraðila og telur bæjarráð mikilvægt að tekið verði tillit til þeirra sjónarmiða. Var málinu vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs til frekari skoðunar.
Tveir undirskriftalistar voru lagðir fram á dögunum vegna málsins. Á öðrum þeirra er hugmyndinni alfarið hafnað og höfðu 357 íbúar sett nöfn sín þar undir. Hinn listann höfðu 367 íbúar undirritað en þar eru sett fram ýmis skilyrði vegna bygginganna, m.a. að tekið sé tillit til núverandi byggðar og athugað verði hvort gera þurfi umhverfismat vegna nálægðar við náttúru- og menningarminjar.
VF-mynd/elg: Frá afhendingu undirskristalistanna í síðustu viku.