Bæjarráð Suðurnesjabæjar afgreiði lokun leikskóla
Miklar umræður sköpuðust um fyrirhugaða lokun leikskóla í Suðurnesjabæ milli jóla og nýárs á síðasta fundi fræðsluráðs Suðurnesjabæjar.
Þar lagði Úrsula María Guðjónsdóttir, formaður fræðsluráðs, fram minnisblað frá Bryndísi Guðmundsdóttur, deildarstjóra fræðsluþjónustu, um lokun leikskóla á milli jóla og nýárs. Málinu var vísað áfram til bæjarráðs.