Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarráð Sandgerðis fagnar endurskoðun á kvótakerfinu
Miðvikudagur 10. júní 2009 kl. 16:36

Bæjarráð Sandgerðis fagnar endurskoðun á kvótakerfinu


Bæjarráð Sandgerðisbæjar fagnar þeim fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að taka fiskveiðistjórnunarkerfið til endurskoðunar. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs frá fundi þess í gær.
 „Sandgerðisbær byggðist upp í kringum sjávarsókn og sá fjöldi fólks sem þar veiddi og vann fisk á 20. öldinni lagði grunninn að aflaheimildum samfélagsins. Sanngjörn endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu er því gleðiefni og gefur Sandgerðingum von um réttmæta leiðréttingu,“ segir í bókuninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024