Bæjarráð samþykkir varðveislu Baldurs KE 97
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að koma mótorbátnum Baldri KE 97 fyrir á stalli við Byggðasafn Reykjanesbæjar. Í fundargerð bæjarráðs frá 23. janúar segir: „ Bæjarráð samþykkir að láta gera aðstöðu fyrir Baldur KE 97 í námunda við Byggðasafn Reykjanesbæjar, hafnarmegin við bryggjuhús Duus. Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna að undirbúningi, nákvæmari staðsetningu og kostnaðarmati. Gert er ráð fyrir að Baldur KE verði tekinn upp í marsmánuði n.k. Ólafur Björnsson mun sjá um að koma Baldri KE á staðinn og sjá um viðhald hans þar.“