Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bæjarráð samþykkir breyttar reglur um kattahald
Fimmtudagur 4. mars 2004 kl. 14:37

Bæjarráð samþykkir breyttar reglur um kattahald

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 19. febrúar sl. drög að nýrri samþykkt um kattahald á Suðurnesjum ásamt gjaldskrá.
Tillaga um breytingar á reglum um kattahald á Suðurnesjum og aðgerðir til að fylgja þeim eftir var samþykkt á fundi stjórnar SAmbands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 20. mars sl. og hafa drögin nú verið send sveitarfélögum til umsagnar.
Bæjarráð fagnar reglugerðinni en telur hins vegar eðlilegt að allur kostnaður við eftirlit verði greitt af eigendum katta.
Samkvæmt nýjum reglum um kattahald skulu allir heimiliskettir skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja gegn greiðslu leyfisgjalds sem mun standa straum af kostnaði við eftirlit með kattahaldi. Við skráningu skal eigandi framvísa vottorði frá dýralækni um merkingar og ormahreinsun.
Leyfisgjald verður ákveðið af sveitarfélögum á Suðurnesjum að fenginni umsögn Heilbrigðisnefndar sem hefur eftirlit með reglugerðinni.
Sækja þarf um leyfi fyrir kött eftir að hann hefur verið á heimili í einn mánuð og skal merkja þá með örmerki undir húð eða húðflúri samkvæmt reglum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja sem heldur skrá yfir merkta ketti. Eigendum er skylt að láta ormahreinsa kött sinn árlega og ber allan kostnað af því, að því er fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar.

Myndin: Kisan Næla með bros á vör. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024