Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarráð samþykkir að kaupa í Ice-West
Fimmtudagur 17. september 2009 kl. 13:39

Bæjarráð samþykkir að kaupa í Ice-West


Bæjarráð  Grindavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa hlutafé í lifrarniðursuðuverksmiðunni Ice - West ehf fyrir sjö milljónir króna, sem er 3,5% af heildarhlutafé félagsins. Frá skráðum kaupdegi hefur Ice - West endurkaupsrétt á öllu hlutafénu á sama verði með verðtryggingu og bærinn keypti hlutaféð á og hefur þann rétt í 18 mánuði frá og með kaupdegi.
Ef Ice - West hyggst nýta sér kaupréttinn þá þarf Ice - West að kaupa all hlutaféð til baka, en ekki einungis hluta þess.

Atvinnu- og ferðamálanefnd fjallaði um málið á fundi sínum í vikunni og telur að samkvæmt ársreikningi Ice - West ehf. virðist lítil áhætta vera fólgin í því að leggja félaginu til hlutafé. Nefndin telur töluverðan ávinning geta verið fólgin í því fyrir bæjarfélagið að hafa fyrirtækið starfandi í bænum.
Endanleg afgreiðsla málsins bíður svo bæjarstjórnar.
--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/www.grindavik.is