Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir áherslur um lægra eldsneytisverð
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 8. apríl 2021 kl. 11:27

Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir áherslur um lægra eldsneytisverð

Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir þær áherslur sem settar hafa verið fram í undirskriftasöfnun sem hópur áhugafólks um lægra eldsneytisverð á Suðurnesjum stendur fyrir. Bæjarráð telur að bæði sé það eðlilegt og réttlátt að íbúar á Suðurnesjum sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að kaupum á eldsneyti.

Atvinnuástand á Suðurnesjum er nú með allra versta móti í kjölfar áhrifa Covid faraldursins, sem nú hefur varað í rúmlega eitt ár.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Bæjarráð Reykjanesbæjar skorar því olíufélögin á svæðinu að þau sýni samfélagslega ábyrgð og lækki eldsneytisverð á Suðurnesjum til samræmis við það sem best gerist á höfuðborgarsvæðinu, segir í bókun bæjarráðs í morgun.

Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Jóhann Friðrik Friðriksson (B) og Margrét Þórarinsdóttir (M) samþykkja bókunina.

Baldur Þ. Guðmundsson (D) og Margrét A. Sanders (D) sitja hjá.

VF jól 25
VF jól 25