Bæjarráð Reykjanesbæjar ánægt með Fab Lab á Suðurnesjum
Samstarfssamningur og samstarfsyfirlýsing um rekstur stafrænnar smiðju, Fab Lab Suðurnesja í Reykjanesbæ, var lagður fram á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með samninginn. Reykjanesbær greiðir fyrir rekstur þess húsnæðis sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja leggur Fab Lab Suðurnesja í Reykjanesbæ til en það felur í sér húsaleigu, net- og samskiptakostnað, vatn og hita, sorphirðu, rafmagn, þrif og öryggismál skv. sérstökum reikningi frá FS. Skal miða við hlutdeild í þeim kostnaði sem FS ber af þessu húsnæði.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, mun undirrita samstarfsamninginn og samstarfsyfirlýsinguna fyrir hönd Reykjanesbæjar, segir í afgreiðslu bæjarráðs.