Laugardagur 3. júlí 2004 kl. 17:42
Bæjarráð Garðs tekur undir áskorun um flýtingu framkvæmda við Reykjanesbraut
Á fundi bæjarráðs Garðs 30.júní s.l. lá fyrir bréf frá 3.flokki karla og kvenna í Víði og Reyni varðandi áskorun um flýtingu framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar. Bæjarráð fagnar frumkvæði Víðis og Reynis í þessu máli og tekur heilshugar undir áskorunina.