Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarráð Garðs styður óbreytta skipan mála
Föstudagur 22. október 2004 kl. 12:40

Bæjarráð Garðs styður óbreytta skipan mála

Á fundi bæjarráðs Garðs síðastliðinn miðvikudag kom fram að ráðið styddi óbreytta skipan sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Einnig kom það fram í ráðinu að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað í Garðinum á síðustu árum hefði ekki átt sér stað ef Garðurinn hefði verið hluti af Reykjanesbæ.

Höfuðrök sameiningarnefndar eru að efla þurfi sveitarstjórnarstigið þ.e. sameina og fækka sveitarfélögum þannig að þau geti tekið við verkefnum frá ríkinu. Bæjarráð Garðs bendir á að nái tillögur sameiningarnefndar fram að ganga verða þó nokkur sveitarfélög til í landinu, sem hafa færri íbúa en eru nú í Garðinum. Eigi þessi sveitarfélög að geta tekið við auknum verkefnum hlýtur 1300 manna sveitarfélag eins og Garðurinn að vera í stakk búið til að taka við verkefnum með auknum tekjustofnum.

Bæjarráð beinir þeim eindregnu tilmælum til sameiningarnefndar að endurskoða sína hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga hér á Suðurnesjum og leggur áherslu á að það sé ekki til framdráttar fyrir svæðið að breyta frá því fyrirkomulagi sem nú er á Suðurnesjum.


Tekið af vef sveitarfélgasins Garðs

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024