Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarins beztu opna þriðja pylsuvagninn á Keflavíkurflugvelli
Sunnudagur 24. desember 2023 kl. 06:08

Bæjarins beztu opna þriðja pylsuvagninn á Keflavíkurflugvelli

Bæjarins beztu pylsur hafa opnað sinn þriðja sölustað á Keflavíkurflugvelli – nú í brottfararsal flugvallarins við vegabréfaeftirlitið. Fyrirtækið hefur rekið útibú í verslun 10-11 í komusal flugavallarins síðan árið 2021 og í sumar bættist við pylsuvagn á biðsvæði í suðurbyggingu sem farþegar á leið til Bretlands, Bandaríkjanna og annarra landa utan Schengen fara um.

Pylsuvagninn er opnaður í svokölluðu „pop-up“ rými og verður þar til eins árs. Pylsuvagnar Bæjarins beztu hafa verið einstaklega vinsælir meðal gesta flugvallarins. Með opnun nýja pylsuvagnsins í brottfararsal geta nú allir gestir átt tækifæri að gæða sér á einni með öllu á leið til útlanda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Pylsuvagninn  sem opnaði í sumar hefur algjörlega slegið í gegn og Bæjarins beztu peysurnar og bolirnir hafa notið mikilla vinsælda hjá ferðamönnum. Pylsurnar eru ekki aðeins gómsætar heldur hentar afgreiðsluhraðinn einstaklega vel fyrir fólk á hraðferð. Við erum ánægð að geta nú aukið framboðið með nýjum vagni í brottfararsal,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.

Staðir Bæjarins beztu í heild eru því orðnir ellefu talsins. Sjö á höfuðborgarsvæðinu og fjórir á Suðurnesjum.