Bæjarfulltrúar Voga heimsækja Keili
Forsvarsmenn Keilis buðu bæjarfulltrúum í Sveitarfélaginu Vogum í heimsókn og skoðunarferð þriðjudaginn 4. september síðastliðinn. Fengu bæjarfulltrúar kynningu á tilurð og starfsemi félagsins, en nemendur eru nú 108 talsins. Auk þess var farin skoðunarferð um svæðið, en búið er að opna skóla og leikskóla á Vellinum.
Bæjarfulltrúarnir lýstu ánægju sinni með hversu vel hefur tekist til og fögnuðu því sérstaklega að skólinn skuli draga nafn sitt af fallegasta fjalli Reykjanesskagans. Þeim Hjálmari Árnasyni og Runólfi Ágústsyni voru afhentir göngustafir til að auðvelda þeim félögum næstu atlögu við sjálfan Keili.
Á myndinni eru frá vinstri:
Íris Bettý Alfreðsdóttir, Sigurður Kristinsson, Hjálmar Árnason, Róbert Ragnarsson, Runólfur Ágústsson og Inga Rut Hlöðversdóttir.