Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarfulltrúar ósáttir við staðsetningu báts á byggðasafni
Mánudagur 4. janúar 2010 kl. 10:12

Bæjarfulltrúar ósáttir við staðsetningu báts á byggðasafni

Bæjarfulltrúar minnihlutans í Garði eru ósáttir við staðsetningu á netabátnum Hólmsteini GK við byggðasafnið á Garðskaga. Þeir segjast í bókun ósáttir við staðsetniguna og að ákvörðun um staðinn hafi ekki verið rædd og ákveðin af stjórnkerfi bæjarins, svo sem bæjarráði og að undangenginni umsögn skipulags- og byggingarnefndar Garðs. „Okkur er ljóst að málið er ekki skipulagsskilt en bendum á að bæjarráð / bæjarstjórn hefur oft af minna tilefni leitað umsagnar skipulags og byggingarnefndar“.


Þetta kemur fram í bókun frá síðasta bæjarstjórnarfundi í Garði. Meirhlutinn bókaði í framhaldi að staðsetning Hólmsteins við byggðasafnið er til bráðabirgða og var valin með það að leiðarljósi að hafa kostnað sem lægstan.


Kostnaður við björgun Hólmsteins GK af botni Sandgerðishafnar og flutningur hans á Garðskaga er á fjórðu milljón króna. Sveitarfélagið Garður hefur óskað eftir því að tryggingafélag báts, sem sigldi Hólmstein GK niður í höfninni í Sandgerði, greiði fyrir björgun af hafsbotni.

Mynd: Hólmsteini GK komið fyrir við byggðasafnið á Garðskaga. Staðsetningin er minnihlutanum í bæjarstjórn ekki að skapi. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024