Bæjarfulltrúar komi allir að siðareglum

Drög að Siðareglum fyrir Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis voru tekin til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs sveitarfélagsins.

Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis leggur til að haldinn verði vinnufundur allra bæjarfulltrúa þar sem gengið verði frá siðareglum og þannig tryggt að allir bæjarfulltrúar eigi sinn þátt í að semja þær reglur sem þeir síðan starfa eftir.