Bæjarfulltrúar fá fartölvur
Gengið hefur verið frá samningum um kaup á fartölvum fyrir alla bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar og er markmiðið að minnka pappírsflóðið og auka skilvirkni í stjórnsýslu bæjarins. Með fartölvunum geta bæjarfulltrúar verið í stöðugu sambandi við netkerfi bæjarins, bæði heimafyrir með ADSL-tengingu og hvar sem er í húskynnum bæjarstjórnar með örbylgjusambandi.
Að sögn Reynis Valbergssonar, fjármálastjóra Reykjanesbæjar, er um að ræða öflugar 750 megariða fisvélar sem allar eru innbyggðar með tilheyrandi hugbúnaði til að tengjast hópvinnukerfi bæjarins. Nýherji átti lægsta tilboðið í tölvurnar, sem hljóðaði upp á rúmar 3,9 milljónir.
Reynir segir tölvuvæðingu bæjarfulltrúanna vera ferli sem taki um hálft ár. Að því loknu fá bæjarfulltrúarnir öll fundarboð og fundargerðir sendar á rafrænan hátt og hætt verður að prenta slíkt út. Í nóvember munu síðan fundargerðir fara beint á Netið um leið og fundarmenn hafa skrifað undir útprentaða fundargerð.
Að sögn Reynis Valbergssonar, fjármálastjóra Reykjanesbæjar, er um að ræða öflugar 750 megariða fisvélar sem allar eru innbyggðar með tilheyrandi hugbúnaði til að tengjast hópvinnukerfi bæjarins. Nýherji átti lægsta tilboðið í tölvurnar, sem hljóðaði upp á rúmar 3,9 milljónir.
Reynir segir tölvuvæðingu bæjarfulltrúanna vera ferli sem taki um hálft ár. Að því loknu fá bæjarfulltrúarnir öll fundarboð og fundargerðir sendar á rafrænan hátt og hætt verður að prenta slíkt út. Í nóvember munu síðan fundargerðir fara beint á Netið um leið og fundarmenn hafa skrifað undir útprentaða fundargerð.