Bæjarbúum boðið í spjall um Ljósanótt
	Menningarráð Reykjanesbæjar ætlar að boða til spjallfundar með íbúum vegna 20 ára afmælis Ljósanætur. Fundurinn verður í Duus Safnahúsum þriðjudaginn 29. janúar kl. 19.30. Þetta var ákveðið á fundi ráðsins í morgun.
	Þá hvetur menningarráð bæjarins íbúa til að taka þátt í könnun sem send verður út næstu daga þar sem spurt er um viðhorf og upplifun af Ljósanótt.
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				