Bæjar-skiltið komið upp á Vogastapa
Í dag var unnið að því að setja upp skilti með nafni Reykjanesbæjar á Vogastapa. Stafirnir minna á hið heimsfræga Hollywood skilti sem er í Los Angeles í Bandaríkjunum. Stafirnir verða lýstir upp og munu vegfarendur Reykjanesbrautar njóta skiltisins þegar þeir aka í áttina að Reykjanesbæ. Stafirnir eru um 2,5 metrar að hæð og samtals um 22 metrar að lengd. Uppsetning skiltisins er liður í því að bæta ímynd Reykjanesbæjar.
VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.