Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæði tilboðin yfir kostnaðaráætlun
Sunnudagur 14. apríl 2013 kl. 08:16

Bæði tilboðin yfir kostnaðaráætlun

Tvö fyrirtæki áttu þess kost að bjóða í framkvæmdir við stækkun íþróttamiðstöðvarinnar í Garði en efnt var til forvals vegna framkvæmdarinnar á dögunum.

Tvö tilboð bárust í framkvæmdir en tilboð voru opnuð þann 9. apríl sl. Bæði voru tilboðin yfir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á kr. 121.449.090

Eftirfarandi tilboð bárust:
ÍAV kr. 150.301.705
Bragi Guðmundsson kr. 139.449.090

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024