Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

B-listi Framsóknarflokks í boði til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ
Laugardagur 23. janúar 2010 kl. 17:31

B-listi Framsóknarflokks í boði til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ

B-listi Framsóknarflokks verður boðinn fram í bæjarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ þann 29. maí nk. Þetta var samþykkt á fundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ á fimmtudagskvöld. Gunnólfur Árnason var kjörinn nýr formaður fulltrúaráðsins á þeim fundi.


Boðað hefur verið til nýs fundar í fulltrúaráðinu þann 4. febrúar nk. kl. 20:00 þar sem ákveðið hvernig háttað verður niðurröðun fulltrúa á framboðslistann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rædd voru stefnumál og hugsjónir framsóknarflokksins í komandi kosningum. Fundarmenn ræddu það að í samvinnu feldist styrkur hina smáu. Að Framsóknarflokkurinn er nauðsynlegri í dag en nokkruntíma í 93 ára sögu hans.


Í ræðu sinni lagði Gunnar Sveinsson, fyrverandi kaupfélagstjóri, út af á ljóðlínum úr Fákum Einars Benedikssonar „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur“. Nauðsynlegt væri að vinna í komandi kosningum eftir hugsjónum samvinnu, samstarfs og ráðdeilda.