Fréttir

Axel Jónsson fékk Lundann
Keilismaðurinn Ingólfur Ingibergsson afhenti Axel Lundann 2017.
Sunnudagur 8. október 2017 kl. 07:00

Axel Jónsson fékk Lundann

Axel Jónsson, veitingamaður og stofnandi og eigandi Skólamatar, hlaut Lundann 2017 en það er viðurkenning sem Kiwanisklúbburinn Keilir í Reykjanesbæ veitir á hverju ári og hefur gert frá árinu 2002. Verðlaunagripurinn er uppstoppaður lundi sem er afhentur þeim einstaklingi sem þykir hafa látið gott af sér leiða eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa eða bæjarfélagsins. Kiwanisfélagar efna á hverju hausti til Lundafagnaðar í KK-salnum í Reykjanesbæ þegar viðurkenningin er veitt og var nú sl. föstudagskvöld.

Axel hefur verið viðloðandi veitingamennsku frá árinu 1978 en þá stofnaði hann Veisluþjónustuna en fimm árum síðar opnaði hann fyrsta vínveitingastaðinn á Suðurnesjum, Glóðina, en hún var mjög vinsæl lengi. Núna rekur Axel og fjölskylda hans Skólamat, framsækið fyrirtæki sem framleiðir skólamat fyrir grunn- og leikskóla.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Lundinn var fyrst afhentur árið 2002 og þá hlutu hann þeir Vilhjálmur Þorleifsson og Óskar Ívarsson, starfsmenn áhaldahúss Reykjanesbæjar, en þeir höfðu unnið í áratugi við að fegra bæinn.