Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Ávinningur af Lions happdrætti skilar sér aftur til samfélagsins
Föstudagur 8. desember 2017 kl. 14:42

Ávinningur af Lions happdrætti skilar sér aftur til samfélagsins


Árleg afhending styrkja frá Lionsklúbbi Njarðvíkur fór fram sunnudaginn 3. des sl. þegar Jólahappdrættið í Nettó var kynnt.

Jólahappdrættið er aðalfjáröflun klúbbsins en tekjur þess renna óskiptar til verkefna- og líknamála. Í afhendingunni nú í ár voru styrkir, að upphæð 2,2 milljón króna, afhentir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Meðal þeirra sem fengu styrki voru Brunavarnir Suðurnesja, Velferðarsjóður Kirkjunnar, Ljósið, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Fjölsmiðjan, Már Gunnarsson tónlistar- og íþróttamaður, ásamt fleirum.

Sala happdrættismiðanna nú í ár hófst formlega á sunnudaginn og Lionsklúbburinn hvetur fólk til að taka vel á móti Lionsmönnum úr Njarðvíkunum. Það verða einnig miða til sölu í Nettó, en þar er aðalvinningurinn, Toyota Aygo, til sýnis. Ásamt bifreiðinni eru ellefu aðrir veglegir vinningar í ár.