Austlæg eða breytileg átt
Á Garðskagavita voru SA 2 og 9,6 stiga hiti klukkan 8.
Klukkan 6 var austlæg átt á landinu, yfirleitt hæg en hvassast var á Stórhöfða, 18 m/s. Skýjað að mestu með suðvesturströndinni og á Austfjörðum, en annars yfirleitt léttskýjað. Vægt frost var í innsveitum norðanlands, en annars staðar var 0 til 10 stiga hiti hlýjast á Garðskagavita.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum eða bjartviðri. Hiti 8 til 14 stig, en 2 til 8 stig í nótt.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austlæg átt 3-8 m/s og skýjað með köflum eða bjartviðri, en víða þokulofti við austurströndina. Þykknar upp norðan- og austanlands í kvöld og nótt. Norðaustan 3-10 m/s á morgun og rigning eða súld, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 6 til 14 stig að deginum, hlýjast á Suðvesturlandi, en svalast með sjónum fyrir norðan- og austan.