Austanátt og smá væta
Austan og norðaustan 8-13 m/s, en víða 13-18 með kvöldinu. Skýjað og dálítil væta með köflum. Hiti 1 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan og síðar norðaustan 8-15m/s, skýjað og dálítil rigning í kvöld. Hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Norðaustan 10-18 m/s, en 18-25 SA-lands síðdegis. Rigning eða slydda við suðurströndina og dálítil snjókoma eða él á N- og A-landi, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst, en vægt frost á norðaustanverðu landinu.
Á miðvikudag:
Norðaustan 13-18 m/s, en lægir A-lands. Úrkomulítið á SV- og V-landi, slydda eða snjókoma fyrir norðan en rigning SA-lands. Hiti 2 til 7 stig, en nálægt frostmarki N-lands.
Á fimmtudag og föstudag:
Austan- og norðaustanátt, él norðantil en dálítil væta syðst. Heldur kólnandi.
Á laugardag og sunnudag:
Norðanátt og éljagangur, en þurrt á sunnanverðu landinu. Frost um allt land.