Austanátt og rigning
Á Garðskagavita voru ANA 6 klukkan 9 og hiti rétt tæp 12 stig.
Klukkan 6 í morgun voru austan 8-13 m/s allra syðst, annars hægari austlæg eða breytileg átt. Sums staðar þokuloft norðaustanlands og rigning suðvestantil. Skýjað með köflum annars staðar og þurrt. Hiti var 4 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands.
Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Austan 8-13 m/s, skýjað og rigning öðru hverju. Heldur hægari í kvöld og á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austlæg átt, 8-13 m/s og rigning með köflum. Hægari fyrir norðan og austan og þurrt að mestu, en sums staðar þokuloft við ströndina. Suðaustan 5-10 á morgun og skúrir um landið sunnanvert, en léttir víða til norðanlands. Hiti víða 10 til 17 stig.