Austanátt og hiti allt að 9 stigum
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Austan 5-10 m/s og rigning eða súld, en hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 4 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Gengur í norðaustan 10-18 m/s með rigningu norðan- og austanlands, hvassast á annesjum, en slydda á Vestfjörðum síðdegis. Léttir til suðvestanlands. Hiti 2 til 8 stig.
Á mánudag:
Stíf norðanátt með rigningu eða slyddu við ströndina norðantil, annars snjókomu, en bjartviðri syðra. Kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Minnkandi norðanátt með éljagangi um landið norðanvert, en víða léttskýjað syðra. Frost 1 til 6 stig, en kringum frostmark sunnantil.
Á miðvikudag:
Snýst í hvassa suðlæga átt og hlýnar með slyddu og síðar rigning sunnan- og vestantil. Frost norðan- og austanlands fram undir kvöld.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðlæga eða breytileg átt með vætu víða um land.