Austanátt með vætu
Gert er ráð fyrir austan 8-13 m/s og rigningu með köflum við Faxaflóasvæðið í dag. Lægir í kvöld. Hæg austlæg átt og skúrir á morgun. Hiti 10 til 17 stig.?
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 8-13 m/s og rigning með köflum. Lægir í kvöld. Hæg austlæg átt og skúrir á morgun. Hiti 10 til 15 stig.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:?
Austlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað og rigning eða skúrir, einkum SA-lands, en úrkomulítið N- og NA-lands. Hiti 10 til 15 stig.
Á fimmtudag:?
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skúrir í flestum landshlutum og hiti svipaður. ??
Á föstudag og laugardag:?
Stíf norðaustlæg átt með rigningu, en skýjað með köflum og þurrt að kalla S- og SV-lands. Kólnar lítið eitt fyrir norðan. ??
Á sunnudag og mánudag:?
Austlæg átt og smáskúrir S- og A-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti 8 til 13 stig.