Austanátt með áframhaldandi vætu
Veðurspáin fyrir Faxaflóann gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, 3-8 m/s og dálítilli rigningu með köflum, en vaxandi austan átt kvöld, fyrst sunnantil. Norðaustan 15-20 og talsverð rigning í nótt, en heldur hægari suðaustanátt og úrkomuminna síðdegis á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Austlæg átt, 5-10 m/s og rigning um sunnanvert landið, en skýjað með köflum norðantil og stöku skúrir. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðaustlæg átt, víða 3-10 m/s. Rigning austanlands, en þurrt að mestu vestantil. Hiti 10 til 15 stig.
Á miðvikudag:
Lítur út fyrir hægviðri. Skýjað og sums staðar þokusúld við sjóinn. Milt.