Austan rok, jafnvel ofsaveður
Spáð er austan illviðri aðfaranótt föstudags og á föstudaginn með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi um allt land.
Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa föstudaginn 14. feb. kl. 01:00 – 05:00
Gengur í austan 18-25 m/s, á Reykjanesi og sunnantil á Faxaflóa. Búast má við vindhviðum yfir 35 m/s, t.d á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar og lokanir á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Talsverður áhlaðandi, hækkuð sjávarstaða og mikil ölduhæð fylgir veðrinu.
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa föstudaginn 14 feb. kl. 05:00 – 18:00
Austan rok eða ofsaveður, 25-33 m/s. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 50 m/s. Veðrið gengur fyrst inn á sunnanvert svæðið, Reykjanes og höfuðborgarsvæðið en versnar mikið í Borgarfirði, á Mýrum og sunnanverðu Snæfellsnesi fyrir hádegi.
Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni.
Dregur úr vindi sunnnatil á svæðinu upp úr kl. 17 en mjög hvasst, einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi fram á kvöld.