Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Austan rok, jafnvel ofsaveður
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 13. febrúar 2020 kl. 11:00

Austan rok, jafnvel ofsaveður

Spáð er austan illviðri aðfaranótt föstudags og á föstudaginn með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi um allt land.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa föstudaginn 14. feb. kl. 01:00 – 05:00

Gengur í austan 18-25 m/s, á Reykjanesi og sunnantil á Faxaflóa. Búast má við vindhviðum yfir 35 m/s, t.d á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar og lokanir á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Talsverður áhlaðandi, hækkuð sjávarstaða og mikil ölduhæð fylgir veðrinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa föstudaginn 14 feb. kl. 05:00 – 18:00

Austan rok eða ofsaveður, 25-33 m/s. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 50 m/s. Veðrið gengur fyrst inn á sunnanvert svæðið, Reykjanes og höfuðborgarsvæðið en versnar mikið í Borgarfirði, á Mýrum og sunnanverðu Snæfellsnesi fyrir hádegi.

Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni.

Dregur úr vindi sunnnatil á svæðinu upp úr kl. 17 en mjög hvasst, einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi fram á kvöld.