Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Austan og norðaustanátt með rigningu
Sunnudagur 8. október 2006 kl. 10:59

Austan og norðaustanátt með rigningu

Á Garðskagavita voru ANA 14 og 10 stiga hiti klukkan tíu.
Kl. 9 var austlæg átt, víða 10-15 m/s en 20-25 við suðurströndina. Skýjað var á landinu og dálítil rigning eða súld sunnan- og austan til. Svalast var eins stigs frost á Blönduósi, en hlýjast 10 stiga hiti á Suðausturlandi.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Austan og norðaustan 10-15 m/s og rigning með köflum. Hægari seint í nótt og snýst í suðvestan 5-8 með skúrum síðdegis á morgun. Hiti 4 til 9 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vaxandi norðaustanátt, víða 13-18 m/s og rigning þegar kemur fram á daginn, einkum þó suðaustan til. Lægir sunnanlands í kvöld og austanlands í nótt. Norðaustan 10-15 og rigning norðvestanlands á morgun, en annars hægari suðlæg átt og skúrir og léttir til norðaustanlands. Hiti 3 til 9 stig, mildast sunnan til.

Viðvörun !
Búist er við stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðvesturmiðum, Norðausturmiðum, Austurmiðum, Austfjarðamiðum, Suðausturmiðum, Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Norðurdjúpi, Austurdjúpi og Færeyjardjúpi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024