Austan 5-13 m/s og léttskýjað
Austan 5-13 m/s og léttskýjað við Faxaflóa, skv. veðurspá Veðurstofu Íslands frá því snemma í morgun. Hvessir í nótt, austan og norðaustan 13-20 og þykknar upp um hádegi með dálítilli vætu annað kvöld. Frost 0 til 5 stig, en hlánar seint á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vaxandi austanátt og þykknar upp með morgninum, 10-18 m/s fyrir hádegi og hlýnandi veður. Lítilsháttar rigning í kvöld og hiti 2 til 5 stig. Bætir í rigninguna í fyrramálið, en úrkomulítið eftir hádegi.