Aukning í nýskráningum fyrirtækja
Nýskráningum hlutafélaga og einkahlutafélaga fjölgaði mjög í Reykjanesbæ milli ára, voru 170 á síðasta ári en 101 árið á undan. Til samanburðar voru nýskráningar 76 árið 2002 og hélst sá fjöldi svipaður fram til ársins 2006.
Nokkur aukning var á nýskráningum í Grindavík. Þar voru 48 ný félög skráð á síðasta ári en til samanburðar voru þau 28 árið 2005. Í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum var fjöldin svipaður á milli ára.
Á Suðurnesjum eru nálægt 13 hlutafélög og einkahlutafélög skráð á hverja eitt þúsund íbúa, sem er um einu prósenti meira en landsmeðaltalið.
Hlutafallslega fjölgaði nýskráningum félaga næst mest á Suðurnesjum á síðasta ári eða um 257. Það gerir um 7% aukningu. Höfuðborgarsvæðið var með langflestar nýskráningar, alls 2,361 eða 72% allra nýskráninga.
Þetta kemur fram í Hagtíðindum frá Hagstofu Íslands.
Nokkur aukning var á nýskráningum í Grindavík. Þar voru 48 ný félög skráð á síðasta ári en til samanburðar voru þau 28 árið 2005. Í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum var fjöldin svipaður á milli ára.
Á Suðurnesjum eru nálægt 13 hlutafélög og einkahlutafélög skráð á hverja eitt þúsund íbúa, sem er um einu prósenti meira en landsmeðaltalið.
Hlutafallslega fjölgaði nýskráningum félaga næst mest á Suðurnesjum á síðasta ári eða um 257. Það gerir um 7% aukningu. Höfuðborgarsvæðið var með langflestar nýskráningar, alls 2,361 eða 72% allra nýskráninga.
Þetta kemur fram í Hagtíðindum frá Hagstofu Íslands.