Aukning hjá Icelandair
Á síðastliðnu ári voru farþegar Icelandair rúmlega 1,3 milljónir eða 17,8% fleiri en á árinu 2003. Er þetta fjölgun sem nemur um 200 þúsund farþegum. Sætanýting félagsins var 74,5% og jókst um 5,3 prósentustig milli ára. Einnig var framboð 12,5% meira árið 2004 en árið á undan en salan jókst um 21,2% milli ára.
Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 11,6% í desember 2004. Þeir voru rúm 78 þúsund, en tæp 70 þúsund í desember í 2003. Sætanýting var 1,6 prósentustigum betri í desember 2004 en árið á undan. Framboðið var 9,2% meira en í desember 2003 en seldir sætiskílómetrar voru 11,9% fleiri.
„Þessi mikla fjölgun farþega og aukin sætanýting Icelandair á árinu 2004 er mjög góður árangur og nauðsynlegt mótvægi við almennt lækkandi verð flugfargjalda og miklar eldsneytishækkanir á árinu,“segir Sigurður Helgason, fráfarandi forstjóri Icelandair, á heimasíðu félagsins í gær.
Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 11,6% í desember 2004. Þeir voru rúm 78 þúsund, en tæp 70 þúsund í desember í 2003. Sætanýting var 1,6 prósentustigum betri í desember 2004 en árið á undan. Framboðið var 9,2% meira en í desember 2003 en seldir sætiskílómetrar voru 11,9% fleiri.
„Þessi mikla fjölgun farþega og aukin sætanýting Icelandair á árinu 2004 er mjög góður árangur og nauðsynlegt mótvægi við almennt lækkandi verð flugfargjalda og miklar eldsneytishækkanir á árinu,“segir Sigurður Helgason, fráfarandi forstjóri Icelandair, á heimasíðu félagsins í gær.