Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Aukin tollgæsla í aðalhliði: Urgur í starfmönnum
Mánudagur 20. mars 2006 kl. 15:17

Aukin tollgæsla í aðalhliði: Urgur í starfmönnum

Tollgæslan hefur eflt eftirlit sitt á umferð um aðalhlið Varnarstöðvarinnar og leitar nú ítarlega í mun fleiri bílum en áður.

Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir hafi tekið til þessara ráða í síðustu viku eftir fréttirnar um samdrátt og væntanlegar uppsagnir á varnarstöðinni.

„Við erum að reyna að vera frekar vakandi en áður. Það fer allt í viðbragðsstöðu í svona aðstæðum. Þetta er ekkert svakalegt en við reynum að vera með meiri viðbúnað eins og kostur er.“

Kári segir að aðgerðir Tollgæslunnar hafi að mestu mætt skilningi þeirra sem fyrir ónæði verða. Nokkur smávægileg atvik hafa komið upp þar sem ólöglegur varningur hafi verið gerður upptækur en það skýrist mögulega af hertara eftirliti.

Starfmenn Varnarliðsins sem hafa haft samband við Víkufréttir segja, þvert á það sem Kári segir, að hiti sé í starfsmönnum sem finnst að sér vegið. „Það er komið fram við okkur eins og glæpamenn,“ sagði starfsmaður, sem vidi ekki láta nafns síns getið, í samtali við Víkurfréttir.

Aðgerðirnar munu standa um óákveðinn tíma og munu starfsmenn Varnarliðsins því þurfa að sætta sig við þær þar til Tollgæslan ákveður annað. Á fundi utanríkisráðherra með starfsmönnum Varnarliðsins í morgun sagðist ráðherra ekki hafa vitað af þessum aðgerðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024