Aukin þjónusta BS
Brunavarnir Suðurnesja standa nú í samningaviðræðum við Neyðarlínuna um aukna þjónustu sem felst í að brunasími BS verður færður yfir á Neyðarlínuna 112. Einnig mun Neyðarlínan sjá um stór útköll slökkviliðsins.
Hjá Neyðarlínunni vinnur fólk sem er sérhæft í neyðarsímsvörun. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra BS, er þetta fullkomnasta þjónusta sem völ er á.
Þá hefur BS fengið Tetra fjarskiptakerfi sem er algerlega stafrænt. Verið er að útbúa sjúkrabílana með staðsetningartækjum þannig að hægt verði að fylgjast með staðsetningu hvers og eins hverju sinni.
„Við teljum þetta vera aukna þjónustu við fólk á Suðurnesjum þar sem þetta flýtir útkallstíma. Stefnt er að því að Tetra kerfið og staðsetningartækin verði komin í fulla notkun í byrjun febrúar“, segir Sigmundur.
Hjá Neyðarlínunni vinnur fólk sem er sérhæft í neyðarsímsvörun. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra BS, er þetta fullkomnasta þjónusta sem völ er á.
Þá hefur BS fengið Tetra fjarskiptakerfi sem er algerlega stafrænt. Verið er að útbúa sjúkrabílana með staðsetningartækjum þannig að hægt verði að fylgjast með staðsetningu hvers og eins hverju sinni.
„Við teljum þetta vera aukna þjónustu við fólk á Suðurnesjum þar sem þetta flýtir útkallstíma. Stefnt er að því að Tetra kerfið og staðsetningartækin verði komin í fulla notkun í byrjun febrúar“, segir Sigmundur.